Monday, November 28, 2022

Dagur 11 - Það sem komið er

 Skuggar eftimiðdags sólarinnar lögðust yfir hverfið. Fólk var byrjað að týnast heim til sín og ljós vorru byrjuð að kvikna í gluggum húsanna sem stóðu við götuna.  Hafði einu sinni verið gata þar sem vel stöndugt og almennilegt fólk hafði búið en mátti nú muna fífil sinn fegri. Núna stóðu þessi 14 hús, uppfull af miðlungsfólki eða þaðan af verra, ómáluð og í bráðri þörf fyrir viðhald. Illa hirtir garðarnir, úrsérgengnir, báru merki sinnisleysis íbúanna, riðgandi bílskrjóðar fylltu heimkeyrlur og ruslabokar fullir af matarafgöngum lágu á víð og dreif fyrir framan hvert hús.

Ég lét bílinn renna í rólegheitum inn eftir götunni. Staðráðinn í að láta sem minnst fyrir mér fara. Ekki vera með einhvern hávaða svo íbúum götunar yrði ekki gert rúmrask. Renndi bílnum inn í stæði fyrir framan hús númer 8.

Leifsgata 8 (myndin tengist ekki frásögninni beinum hætti. 

 Sté út úr bílnum og horfði í kringum mig. Það virtis sem að enginn hefði orðið mín var þannig að ég teygði mig inn í aftursætið og náði í tólin sem ég hafði tekið til verksins. Með öruggum skrefum gekk ég að útidyrahurðini, tók í hurðarhúninn og gekk inn. Á móti mér barst fnykur. Súr bjórlyktin blandaðist matarafgöngum og greinilegt að í þessu húsi var enginn í þrábata. Skyndilega heyrði ég hryglulegan hósta berast inn úr stofunni. Ég gekk inn og fyrir framan mig situr hryggðarmynd af manni í Lazyboy stól. Hann er með lokuð augu og út úr innanverðri hendi hans stendur sprauta. Hann er íklæddur hlýrabol og stuttbuxum. Dökkur bletturinn framan á buxunum var greinilega eftir margþornað hland og bolurinn hafði greinilega ekki verið þrifinn í einhverja mánuði. Ég herti takið á hafnaboltakylfunni sem ég hélt á og þreyfaði eftir hnífnum sem ég hafði stungið í vasann. Skyndilega varð hann var við mig. Opnaði augun og með undrunarsvip rifaði á milli varanna og greinilegt var að hann ætlaði að segja eitthvað. Ég mundði kylfuna og um leið og ég sveiflaði henni í átt að höfði þessa vesalings hvæsti ég til hans "Simmi biður að heilsa". Kylfan gekk inn í höfðukúpuna og ég fann hvernig hún gaf eftir og brotnaði. Hann dó samstundis og líkið kastaðist aftur úr stólnum og valt niður á gólf. Ég tók um þumalfingur hans og með snöggum rykk skar ég hann af með hnífnum sem nú var kominn í lófa mér. Með öruggum höndum fiskaði ég fram lítið tupperware ílát og lét fingurinn ofan í það. Verki mínu var lokið. Ég gekk út, settist inn í bílinn og ók af stað. Enn virtist sem að enginn væri á ferli þannig að ég keyrði hljóðlega út götuna.


Guðmar Kjartansson labbaði inn á skrifstofur Lögreglunar í Reykjavík þegar klukkan var lang gengin í 10 á mánudagsmorgni. Eftir að hafa kastað kveðju á eldri lögreglumann í afgreiðslunni gekk hann upp stiga sem lá upp á aðra hæðina. Þegar þangað var komið lá leiðin inn eftir löngum gangi og í enda hans kom hann að lokaðri hurð. Hann veiddi lykla úr vinstri vasanum og stakk einum þeirra í skrána, opnaði hurðina og gekk inn á skrifstofuna sem var fyrir innan. Þessi skrifstofa var í stærri kantinum, útbúin þægilegu sófasetti og stóru mahogný skrifborði. Á bak við borðið var veglegur skrifborðsstóll sem leit út fyrir að vera hugsaður meira fyrir þægindi en vinnu. Á borðinu stóðu tveir 24' skjáir, símtæki, ýmiskonar pappírar og fremst á borðinu var marmarasteinn og á honum gullplata sem á stóð, Guðmar Kjartansson yfirrannsóknarstjóri. Guðmar horfði með meðþóknun yfir skrifstofu sína. Hann brosti út í annað og hugsaði með sér, "ef það á einhver skrifstofu sem þessa skilið þá er það ég". Áður en hann lokaði á eftir sér leit hann yfir á opna hurðina hinu megin á ganginum. Á móti honum blasti inn í herbergi sem leit frekar út fyrir að vera skúringaherbergi frekar en skrifstofa. Tveimur örlitlum skrifborðum hafði verið troðið þar inn og varla mátti sjá hvernig væri hægt að komast á bak við þau. Við sitthvort stóðu tveir kollar og ofan á skrifborðunum stóðu sitthvor ritvélin. Á vegg við innganginn inn á skrifstofuna hékk símtæki og á bak við annað borðið sat maður í lögreglubúningi. Guðmar horfði á hann með meðaumkunarsvip. ´"Góðan daginn Hallmar", kastaði Guðmar kveðju til mannsins. Ég leit upp. "Góðan daginn Guðmar".


Ég horfði yfir skrifborðið mitt þegar Guðmar lokaði inn á skrifstofu til sín. "Mikið væru nú gaman ef maður væri með svona skrifstofu eins og Guðmar", hugsaði ég með mér. Ég teigði mig í stafla af skýrslum og dró eina þeirra til mín. "Ákæra vegna umferðarlagabrots 6. janúar 2014" stóð skrifað stórum stöfum framan á henni. Ég fletti í gegnum pappírana.
Rauðri Toyota Yaris bifreið hafði verið lagt fyrir framan verslunina Hafkaup í stæði sem var sérstaklega ætlað fyrir fatlaða. Eigandi bifreiðarinnar hafði ekki sinnt tilmælum götulögreglumanns, Elíasmar Halldórsson,  er hafði átt við hann orð. Lögreglumaðurinn hafði að eigin sögn verið staddur í versluninni Hafkaup í hádegishléi sínu og verið að kaup í soðið fyrir sig og kattaræksni sem hann hafði átt í fjölda ára. Þegar að innkaupum hans var lokið gekk hann út úr búðinni og tók þá eftir því að ökumaður Toyota Yaris bifreiðar var að ganga í burt frá ólöglega lögðu farartæki sínu. Gerði lögreglumaðurinn ítrekaðar tilraunir til að stoppa manninn og fá hann til að leggja bílnum annarsstaðar en sá hafði verið með snúð og brúkað túllan. Þótti lögreglumanninum nóg um túllann og leggur til að ökumanni verði veitt sekt og ákæra fyrir að hunsa opinberan starfsmann í starfi.
Ég nuddaði augun og andvarpaði. Það var nokkuð ljóst að Elíasmar var lögreglumaður sem væri að brenna upp í starfi.


Ég dæsti og gafst upp. Kannski þetta yrði skárra eftir einn kaffibolla. Ég stóð upp og skreið yfir skrifborðið og opnaði hurðina. Þegar ég var kominn út á ganginn heyrði ég símann hringja inni á skrifstofu. Einhvern veginn var ég viss um að ég væri að gera mistök þegar ég snérist á hæli og gekk til baka inn á skrifstofuna. Síminn hringdi enn hangandi á veggnum. Ég horfði á hann og hann hringdi enn. "Umferðarbrotadeild, Hallmar Hallmars" sagði ég inn í tólið. Ekkert svar. "Halló", sagði ég "Hallmar Hallmars Umferðabrotadeild". Enn barst ekkert svar en ég heyrði að greinilega var andað hinu megin á línunni. "Halló, er einhver á hinum endanum. Þér verðið að segja eitthvað annars neyðist ég til að leggja á". Enn var bara andað í tólið. "Ég verða að vara þig við, ég legg á núna ef þér segið ekki eitthvað". Skyndilega var hóstað hryglukenndum hósta inn í eyrað á mér og síðan rödd gamals manns sem sagði "Góðan dag ég ætlaði að panta hjá þér". "Fyrirgefðu hvert ætlaðir þú að hringja?" Enn á ný hóstaðpi röddin og sagði síðan "Er þetta ekki á Dominos? Ég ætlaði að panta hjá ykkur pizzu". Ég hristi höfuðið og svaraði "Nei, þetta er ekki hjá Dominos, þér eruð að tala við Umferðabrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík og ég heiti Hallmar Hallmars. Ég get því miður ekki tekið við flatbökupöntun en ef þér viljið tilkynna um umferðarlagabrot þá vill ég glaður hjálpa þér". Ég brosti með sjálfum mér. Sálfræðingurinn á uppstökksnámskeiðinu hefði orðið stoltur af mér. " Nei ég ætlaði að panta pizzu en ég virðist eitthvað hafa valið rangt á símanum mínum. Ég bið þig afsökunar væni" sagði röddin og lagði á. Ég horfði á tólið, hristi hausinn og lagði það aftur á símann sem hékk á veggnum. Ég var ekki kominn nema fáein skref þegar síminn hringdi aftur. Ég hikaði augnablik á göngunni en ákvað síðan að mér þætti meira varið í að fá mér kaffið heldur en að spjalla um rangt slegið inn númer í símann.

Thursday, January 9, 2014

Dagur 9

Ég dæsti og gafst upp. Kannski þetta yrði skárra eftir einn kaffibolla. Ég stóð upp og skreið yfir skrifborðið og opnaði hurðina. Þegar ég var kominn út á ganginn heyrði ég símann hringja inni á skrifstofu. Einhvern veginn var ég viss um að ég væri að gera mistök þegar ég snérist á hæli og gekk til baka inn á skrifstofuna. Síminn hringdi enn hangandi á veggnum. Ég horfði á hann og hann hringdi enn. "Umferðarbrotadeild, Hallmar Hallmars" sagði ég inn í tólið. Ekkert svar. "Halló", sagði ég "Hallmar Hallmars Umferðabrotadeild". Enn barst ekkert svar en ég heyrði að greinilega var andað hinu megin á línunni. "Halló, er einhver á hinum endanum. Þér verðið að segja eitthvað annars neyðist ég til að leggja á". Enn var bara andað í tólið. "Ég verða að vara þig við, ég legg á núna ef þér segið ekki eitthvað". Skyndilega var hóstað hryglukenndum hósta inn í eyrað á mér og síðan rödd gamals manns sem sagði "Góðan dag ég ætlaði að panta hjá þér". "Fyrirgefðu hvert ætlaðir þú að hringja?" Enn á ný hóstaðpi röddin og sagði síðan "Er þetta ekki á Dominos? Ég ætlaði að panta hjá ykkur pizzu". Ég hristi höfuðið og svaraði "Nei, þetta er ekki hjá Dominos, þér eruð að tala við Umferðabrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík og ég heiti Hallmar Hallmars. Ég get því miður ekki tekið við flatbökupöntun en ef þér viljið tilkynna um umferðarlagabrot þá vill ég glaður hjálpa þér". Ég brosti með sjálfum mér. Sálfræðingurinn á uppstökksnámskeiðinu hefði orðið stoltur af mér. " Nei ég ætlaði að panta pizzu en ég virðist eitthvað hafa valið rangt á símanum mínum. Ég bið þig afsökunar væni" sagði röddin og lagði á. Ég horfði á tólið, hristi hausinn og lagði það aftur á símann sem hékk á veggnum. Ég var ekki kominn nema fáein skref þegar síminn hringdi aftur. Ég hikaði augnablik á göngunni en ákvað síðan að mér þætti meira varið í að fá mér kaffið heldur en að spjalla um rangt slegið inn númer í símann.

Orð dagsins: Menntaslönga

Dagur 8

Orð dagsins: Gruggörn

Tuesday, January 7, 2014

Dagur 7

Fyrsta kóræfing ársins í kvöld. Mikið skemmtilegt og gaman að syngja. Verið að undirbúa óvænta uppákomu á laugardag. Flashmob innan um 1500 manns.
Orð dagsins: Mashýr

Monday, January 6, 2014

Dagur 6


Ég horfði yfir skrifborðið mitt þegar Guðmar lokaði inn á skrifstofu til sín. "Mikið væru nú gaman ef maður væri með svona skrifstofu eins og Guðmar", hugsaði ég með mér. Ég teigði mig í stafla af skýrslum og dró eina þeirra til mín. "Ákæra vegna umferðarlagabrots 6. janúar 2014" stóð skrifað stórum stöfum framan á henni. Ég fletti í gegnum pappírana.
Rauðri Toyota Yaris bifreið hafði verið lagt fyrir framan verslunina Hafkaup í stæði sem var sérstaklega ætlað fyrir fatlaða. Eigandi bifreiðarinnar hafði ekki sinnt tilmælum götulögreglumanns, Elíasmar Halldórsson,  er hafði átt við hann orð. Lögreglumaðurinn hafði að eigin sögn verið staddur í versluninni Hafkaup í hádegishléi sínu og verið að kaup í soðið fyrir sig og kattaræksni sem hann hafði átt í fjölda ára. Þegar að innkaupum hans var lokið gekk hann út úr búðinni og tók þá eftir því að ökumaður Toyota Yaris bifreiðar var að ganga í burt frá ólöglega lögðu farartæki sínu. Gerði lögreglumaðurinn ítrekaðar tilraunir til að stoppa manninn og fá hann til að leggja bílnum annarsstaðar en sá hafði verið með snúð og brúkað túllan. Þótti lögreglumanninum nóg um túllann og leggur til að ökumanni verði veitt sekt og ákæra fyrir að hunsa opinberan starfsmann í starfi.
Ég nuddaði augun og andvarpaði. Það var nokkuð ljóst að Elíasmar var lögreglumaður sem væri að brenna upp í starfi.

Orð dagsins: meður (þingeyskur maður)

Dagur 5

Þetta er færsla gærdagsins. Mikið í gangi og lítill tími. Skrapp í skaufhreinsun og fleira í Mosfellsbæ og eyddi deginum við að aðstoða nýfráskilda dóttur.
Svona er lífið bara stundum.

Orð dagsins: marsgrís

Sunday, January 5, 2014

Dagur 4

Í dag 4. janúar er liðið ár síðan Ólafía Arndis kom í heiminn. Ótrlegt hvað þetta ár hefur liðið hratt og hvað hún þroskast vel. Maður fær seint fullþakkað fyrir þennan gullmola. Allur dagurinn fór í að halda henni afmælisboð. Sú stutta glöð með partýið og fékk margar góðar gjafir. Þar stóð upp úr borð og stólar frá ömmu og afa (mitt álit) og eldhúsáhöldin frá langömmu. Afi tók síðan til og skaut upp afmækisflugeld harður á því að það skuli verða fastur liður í afmælishátíð þessarar stúlku.

En stutt á milli gleði og sorgar. Tengdamamma inn á spítala. Niðurstaða skoðunar og rannsókna segja að hjarta hafi stækkað og væntanlega blóðtappi í lungum.

Orð dagsins: faxkalinn (þegar hár snökkhvítnar)