2014 runnið í garð uppfullt af björtum vonum og væntingum.
2013 var gott ár þegar upp er staðið. Þrátt fyrir afföll í vina og ættingja hópnum þá eru gleðistundirnar stærri og meiri. 2013 er jú árið sem að gullastokkurinn okkar ömmu sinnar kom í heiminn. Þessi fullkomna stulka sem hefur snúið lífi okkar í hring og sýnt okkur fram á að þrátt fyrir drunga og erfiðleika í þessu daglega ströggli þá er það fjölskyldan sem skiptir öllu.
Ergó: tilgangur lífsins er að eignast barnabörn.
Og eins og oft áður áttar maður sig ekki á hvað hefur margt gott gerst í lífi manns fyrr en maður sest niður og íhugar farinn veg.
Topp 10 listi 2013:
1. Ég er afi
2. Ég er ótrúlega vel giftur
3. Ég á börn sem ég er stoltur af
4. Ég skrifaði bók
5. Ég var jólasveinn
6. Ég er í nýrri hljómsveit
7. Ég er í kór
8. Ég er 12 kílóum léttar
9. Ég er leikskáld
10. Ég gaf út plötu
Og svona get ég haldið áfram lengi.
Vonandi verður 2014 jafn gjöfult.
Orð dagsins: Rörfun

No comments:
Post a Comment