Ég lét bílinn renna í rólegheitum inn eftir götunni. Staðráðinn í að láta sem minnst fyrir mér fara. Ekki vera með einhvern hávaða svo íbúum götunar yrði ekki gert rúmrask. Renndi bílnum inn í stæði fyrir framan hús númer 8.
Leifsgata 8 (myndin tengist ekki frásögninni beinum hætti.
Sté út úr bílnum og horfði í kringum mig. Það virtis sem að enginn hefði orðið mín var þannig að ég teygði mig inn í aftursætið og náði í tólin sem ég hafði tekið til verksins. Með öruggum skrefum gekk ég að útidyrahurðini, tók í hurðarhúninn og gekk inn. Á móti mér barst fnykur. Súr bjórlyktin blandaðist matarafgöngum og greinilegt að í þessu húsi var enginn í þrábata. Skyndilega heyrði ég hryglulegan hósta berast inn úr stofunni. Ég gekk inn og fyrir framan mig situr hryggðarmynd af manni í Lazyboy stól. Hann er með lokuð augu og út úr innanverðri hendi hans stendur sprauta. Hann er íklæddur hlýrabol og stuttbuxum. Dökkur bletturinn framan á buxunum var greinilega eftir margþornað hland og bolurinn hafði greinilega ekki verið þrifinn í einhverja mánuði. Ég herti takið á hafnaboltakylfunni sem ég hélt á og þreyfaði eftir hnífnum sem ég hafði stungið í vasann. Skyndilega varð hann var við mig. Opnaði augun og með undrunarsvip rifaði á milli varanna og greinilegt var að hann ætlaði að segja eitthvað. Ég mundði kylfuna og um leið og ég sveiflaði henni í átt að höfði þessa vesalings hvæsti ég til hans "Simmi biður að heilsa". Kylfan gekk inn í höfðukúpuna og ég fann hvernig hún gaf eftir og brotnaði. Hann dó samstundis og líkið kastaðist aftur úr stólnum og valt niður á gólf. Ég tók um þumalfingur hans og með snöggum rykk skar ég hann af með hnífnum sem nú var kominn í lófa mér. Með öruggum höndum fiskaði ég fram lítið tupperware ílát og lét fingurinn ofan í það. Verki mínu var lokið. Ég gekk út, settist inn í bílinn og ók af stað. Enn virtist sem að enginn væri á ferli þannig að ég keyrði hljóðlega út götuna.
Orð dagsins: þrábati

No comments:
Post a Comment