Thursday, January 2, 2014

Dagur 2

Skuggar eftimiðdags sólarinnar lögðust yfir hverfið. Fólk var byrjað að týnast heim til sín og ljós vorru byrjuð að kvikna í gluggum húsanna sem stóðu við götuna.  Hafði einu sinni verið gata þar sem vel stöndugt og almennilegt fólk hafði búið en mátti nú muna fífil sinn fegri. Núna stóðu þessi 14 hús, uppfull af miðlungsfólki eða þaðan af verra, ómáluð og í bráðri þörf fyrir viðhald. Illa hirtir garðarnir, úrsérgengnir, báru merki sinnisleysis íbúanna, riðgandi bílskrjóðar fylltu heimkeyrlur og ruslabokar fullir af matarafgöngum lágu á víð og dreif fyrir framan hvert hús.
Ég lét bílinn renna í rólegheitum inn eftir götunni. Staðráðinn í að láta sem minnst fyrir mér fara. Ekki vera með einhvern hávaða svo íbúum götunar yrði ekki gert rúmrask. Renndi bílnum inn í stæði fyrir framan hús númer 8.

Leifsgata 8 (myndin tengist ekki frásögninni beinum hætti. 

 Sté út úr bílnum og horfði í kringum mig. Það virtis sem að enginn hefði orðið mín var þannig að ég teygði mig inn í aftursætið og náði í tólin sem ég hafði tekið til verksins. Með öruggum skrefum gekk ég að útidyrahurðini, tók í hurðarhúninn og gekk inn. Á móti mér barst fnykur. Súr bjórlyktin blandaðist matarafgöngum og greinilegt að í þessu húsi var enginn í þrábata. Skyndilega heyrði ég hryglulegan hósta berast inn úr stofunni. Ég gekk inn og fyrir framan mig situr hryggðarmynd af manni í Lazyboy stól. Hann er með lokuð augu og út úr innanverðri hendi hans stendur sprauta. Hann er íklæddur hlýrabol og stuttbuxum. Dökkur bletturinn framan á buxunum var greinilega eftir margþornað hland og bolurinn hafði greinilega ekki verið þrifinn í einhverja mánuði. Ég herti takið á hafnaboltakylfunni sem ég hélt á og þreyfaði eftir hnífnum sem ég hafði stungið í vasann. Skyndilega varð hann var við mig. Opnaði augun og með undrunarsvip rifaði á milli varanna og greinilegt var að hann ætlaði að segja eitthvað. Ég mundði kylfuna og um leið og ég sveiflaði henni í átt að höfði þessa vesalings hvæsti ég til hans "Simmi biður að heilsa". Kylfan gekk inn í höfðukúpuna og ég fann hvernig hún gaf eftir og brotnaði. Hann dó samstundis og líkið kastaðist aftur úr stólnum og valt niður á gólf. Ég tók um þumalfingur hans og með snöggum rykk skar ég hann af með hnífnum sem nú var kominn í lófa mér. Með öruggum höndum fiskaði ég fram lítið tupperware ílát og lét fingurinn ofan í það. Verki mínu var lokið. Ég gekk út, settist inn í bílinn og ók af stað. Enn virtist sem að enginn væri á ferli þannig að ég keyrði hljóðlega út götuna.

Orð dagsins: þrábati


No comments:

Post a Comment