Í dag 4. janúar er liðið ár síðan Ólafía Arndis kom í heiminn. Ótrlegt hvað þetta ár hefur liðið hratt og hvað hún þroskast vel. Maður fær seint fullþakkað fyrir þennan gullmola. Allur dagurinn fór í að halda henni afmælisboð. Sú stutta glöð með partýið og fékk margar góðar gjafir. Þar stóð upp úr borð og stólar frá ömmu og afa (mitt álit) og eldhúsáhöldin frá langömmu. Afi tók síðan til og skaut upp afmækisflugeld harður á því að það skuli verða fastur liður í afmælishátíð þessarar stúlku.
En stutt á milli gleði og sorgar. Tengdamamma inn á spítala. Niðurstaða skoðunar og rannsókna segja að hjarta hafi stækkað og væntanlega blóðtappi í lungum.
Orð dagsins: faxkalinn (þegar hár snökkhvítnar)
No comments:
Post a Comment