Monday, January 6, 2014

Dagur 6


Ég horfði yfir skrifborðið mitt þegar Guðmar lokaði inn á skrifstofu til sín. "Mikið væru nú gaman ef maður væri með svona skrifstofu eins og Guðmar", hugsaði ég með mér. Ég teigði mig í stafla af skýrslum og dró eina þeirra til mín. "Ákæra vegna umferðarlagabrots 6. janúar 2014" stóð skrifað stórum stöfum framan á henni. Ég fletti í gegnum pappírana.
Rauðri Toyota Yaris bifreið hafði verið lagt fyrir framan verslunina Hafkaup í stæði sem var sérstaklega ætlað fyrir fatlaða. Eigandi bifreiðarinnar hafði ekki sinnt tilmælum götulögreglumanns, Elíasmar Halldórsson,  er hafði átt við hann orð. Lögreglumaðurinn hafði að eigin sögn verið staddur í versluninni Hafkaup í hádegishléi sínu og verið að kaup í soðið fyrir sig og kattaræksni sem hann hafði átt í fjölda ára. Þegar að innkaupum hans var lokið gekk hann út úr búðinni og tók þá eftir því að ökumaður Toyota Yaris bifreiðar var að ganga í burt frá ólöglega lögðu farartæki sínu. Gerði lögreglumaðurinn ítrekaðar tilraunir til að stoppa manninn og fá hann til að leggja bílnum annarsstaðar en sá hafði verið með snúð og brúkað túllan. Þótti lögreglumanninum nóg um túllann og leggur til að ökumanni verði veitt sekt og ákæra fyrir að hunsa opinberan starfsmann í starfi.
Ég nuddaði augun og andvarpaði. Það var nokkuð ljóst að Elíasmar var lögreglumaður sem væri að brenna upp í starfi.

Orð dagsins: meður (þingeyskur maður)

No comments:

Post a Comment