Guðmar Kjartansson labbaði inn á skrifstofur Lögreglunar í Reykjavík þegar klukkan var lang gengin í 10 á mánudagsmorgni. Eftir að hafa kastað kveðju á eldri lögreglumann í afgreiðslunni gekk hann upp stiga sem lá upp á aðra hæðina. Þegar þangað var komið lá leiðin inn eftir löngum gangi og í enda hans kom hann að lokaðri hurð. Hann veiddi lykla úr vinstri vasanum og stakk einum þeirra í skrána, opnaði hurðina og gekk inn á skrifstofuna sem var fyrir innan. Þessi skrifstofa var í stærri kantinum, útbúin þægilegu sófasetti og stóru mahogný skrifborði. Á bak við borðið var veglegur skrifborðsstóll sem leit út fyrir að vera hugsaður meira fyrir þægindi en vinnu. Á borðinu stóðu tveir 24' skjáir, símtæki, ýmiskonar pappírar og fremst á borðinu var marmarasteinn og á honum gullplata sem á stóð, Guðmar Kjartansson yfirrannsóknarstjóri. Guðmar horfði með meðþóknun yfir skrifstofu sína. Hann brosti út í annað og hugsaði með sér, "ef það á einhver skrifstofu sem þessa skilið þá er það ég". Áður en hann lokaði á eftir sér leit hann yfir á opna hurðina hinu megin á ganginum. Á móti honum blasti inn í herbergi sem leit frekar út fyrir að vera skúringaherbergi frekar en skrifstofa. Tveimur örlitlum skrifborðum hafði verið troðið þar inn og varla mátti sjá hvernig væri hægt að komast á bak við þau. Við sitthvort stóðu tveir kollar og ofan á skrifborðunum stóðu sitthvor ritvélin. Á vegg við innganginn inn á skrifstofuna hékk símtæki og á bak við annað borðið sat maður í lögreglubúningi. Guðmar horfði á hann með meðaumkunarsvip. ´"Góðan daginn Hallmar", kastaði Guðmar kveðju til mannsins. Ég leit upp. "Góðan daginn Guðmar".
Orða dagsins: Gælugöltur
Nú er sumar...
ReplyDelete